Möguleikar hringformsins rannsakaðir

Vöruhönnuðurinn Hanna Dís Whitehead rannsakar möguleika hringformsins í sinni nýjustu vörulínu sem nefnist Vítahringur.

Í línunni, sem var frumsýnd á Hönnunarmars 2019 á Kjarvalsstöðum, eru meðal annars litrík lökkuð viðarhúsgögn, textílverk og gler- og leirmunir.

„Hringur hefur hvorki upphaf né endi. Við fyrstu sýn er hann einfalt form. Ég skipti forminu upp, teygi og beygi það og prufa mig áfram með formið í mismunandi efnivið,“ segir Hanna Dís um hugmyndina á bak við Vítahring.

Nánari upplýsingar um verk Hönnu er að finna á vef hennar.

Nýja línan nefnist Vítahringur.

AUGLÝSING


Línan var frumsýnd á Hönnunarmars.

Keramikverk úr línunni.

Nánari upplýsingar um verk Hönnu er að finna á vef hennar, www.studiohannawhitehead.com.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is