• Orðrómur

Náttúruleg element í aðalhlutverki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bambus, hör, viður og ýmsir brúnir og náttúrulegir litatónar eru í aðalhlutverki á Strandhotel Zoomers hótelinu í Hollandi. Það er hönnunarstúdíóið The Other Season sem sá um hönnunina. Að sögn Jasmijn Boots og Marry Broersen hjá The Other Season var hugmyndin sú að innanhússhönnunin myndi endurspegla náttúruna fyrir utan en hótelið stendur við Castricum ströndina í Norður Hollandi. Sandskaflar og hafið blasir við gestum þegar horft er út um gluggana.

Hlýlegt og fallegt.

Á hótelinu, sem var opnað fyrr á þessu ári, eru tólf herbergi, bæði lítil og stærri með eldhúskrók. Náttúruleg litapalletta og hlýleiki einkenna öll herbergin. Ólíkum viðartegundum og húsgögnum úr t.d. spanskreyr og vír er blandað saman á skemmtilegan hátt í hverju og einu herbergi.

- Auglýsing -

Veggirnir eru svo flestir málaðir hvítir og punkturinn yfir i-ið eru mublur og munir frá hollenska merkinu HK Living.

Fleiri myndir af þessu fallega hóteli má finna inni á vef The Other Season.

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -