2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  NORR11 tekur stefnuna á Bandaríkjamarkað

  Húsgagnafyrirtækið NORR11 tekur stefnuna á Bandaríkjamarkað. „Gríðarlega kostnaðarsamt,“ segir forstjóri fyrirtækisins.

   

  Skandinavíska húsgagnafyrirtækið NORR11 hefur ekki hafið innreið sína á Bandaríkjamarkað af alvöru en það stendur þó til. Þessu greinir Magnús Berg Magnússon, forstjóri NORR11, frá í viðtali sem birtist í ViðskiptaMogganum í dag.

  Hann segir áætlunina vera að koma upp vöruhúsi í Bandaríkjunum og ráða sölufólk inn á Bandaríkjamarkað. Fyrirtækið leitar að fjárfestum en um „gríðarlega kostnaðarsamt“ verkefni er að ræða að sögn Magnúsar.

  Úr verslun NORR11 á Hverfisgötu.

  AUGLÝSING


  Magnús Berg og kona hana, Júlíana Sól, opnuðu 250 fermetra sýningarrými og NORR11 verslun á Hverfisgötu árið 2015. Fyrirtækið selur í dag vörur sínar í 40 löndum og er með sýningarrými í Kaupmannahöfn, London, Berlín til viðbótar við Reykjavík.

  Myndir / Hákon Davíð

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is