Miðvikudagur 6. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Ný vefverslun með allt það helsta fyrir heimilið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ramba er ný og glæsileg vefverslun sem opnuð var á dögunum. Í versluninni er að finna ýmis vörumerki sem flestir þekkja líkt og Kristina Dam Studio, Hübsch, Bloomingville, Hing organics, Aida og Södahl.

 

 

Verslunin selur ýmsar vörur fyrir eldhúsið.

 

Í versluninni er að finna allar helstu vörur fyrir heimilið – eldhúsið, stofuna, baðherbergið, forstofuna og svefnherbergið. Úrvalið er gott og á enn eftir að stækka. Vörurnar eru sérvaldar og vandaðar og reynt er eftir fremsta megni að bjóða vörur sem eru lífrænar og vottaðar. Eru þær meðal annars eftir þekkta hönnuði frá ýmsum heimshornum, þar á meðal Íslandi.

 

Vörurnar frá Hing eru lífrænar. Mynd/Hing organics

 

- Auglýsing -

Védís Pálsdóttir vöruhönnuður hannaði spegil fyrir Kristina Dam Studio og er hann í fyrsta skipti fáanlegur á Íslandi hjá Ramba.

 

Védís Pálsdóttir hannaði spegilinn. Mynd/Kristina Dam Studio

 

- Auglýsing -

Eigendur verslunarinnar eru tvenn hjón sem öll hafa ólíkan bakgrunn en saman ná þau að mynda sterka heild og bjóða þau upp á persónulega og góða þjónustu. Sjón er sögu ríkari, rambastore.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -