2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Nýjar hugmyndir af jólaskrauti: Endurnýtt og endurgert

  Í haust óskaði HANDVERK OG HÖNNUN eftir nýjum hugmyndum af jólaskrauti fyrir sýningu í desember. Eingöngu var óskað er eftir jólaskrauti sem er á einhvern hátt endurnýtt, endurunnið eða endurgert.

   

  Valið var úr innsendum hugmyndum og nú má sjá útkomuna á sýningu hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi. Gamall útsaumur, tímarit, stóris, grillpinnar og sushi prjónar eru meðal þess sem öðlast hafa nýtt líf.

  Jólaskraut eftir Auði Bergsteins

  Eftirtaldir eiga muni á sýningunni: Auður Bergsteinsdóttir, Jóhanna Kristín Jósefsdóttir, Lára Magnea Jónsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Þórdís Baldursdóttir.

  AUGLÝSING


  Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-16 en nýtur sín einnig vel í gluggunum utan opnunartíma.

  Jólaskraut eftir Láru Magneu

  Sýning hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi

  Sýningin stendur til 20. desember og er opin virka daga kl. 9 – 16.

  Jólaskraut eftir Sigurbogru Stefánsdóttur

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is