Nýjung hjá Iittala: Kaupa gamla muni og endurselja

Deila

- Auglýsing -

Núna er hægt að kaupa notaða muni frá Iittala í völdum verslunum.

 

Finnska hönnunarmerkið Iittala hefur kynnt til leiks nýja þjónustu þar sem viðskiptavinum býðst til að skila inn gömul Iittala-vörum í skiptum fyrir beinharða peninga. Notuðu vörurnar fara svo í sérstakt „vintage“-horn í völdum verslunum þar sem viðskiptavinir geta verslað og gefið notuðum munum framhaldslíf.

Til að byrja með verður þessi þjónusta í boði í nokkrum verslunum í Finnlandi.

Þjónustan virkar þannig að viðskiptavinur kemur með Iittala-vöruna sem hann vill selja í verslunina og starfsmaður verðmetur hlutinn eftir ástandi. Einstaklingum stendur til boða að nýta sér þjónustuna, ekki fyrirtækjum. Verslunin greiðir seljanda fyrir hlutinn og endurselur hann svo í „vintage“-horni verslunarinnar.

- Advertisement -

Athugasemdir