Nýjungar frá Le Klint – lýsing í hæsta gæðaflokki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ný vörulína hefur litið dagsins ljós frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint. Línan ber heitið CYLINDER og samstendur af borðlömpum og hengiljósum í þeim fallega stíl sem einkennir fyrirtækið.

Mynd / Frá framleiðanda

Le Klint var stofnað árið 1943, af arkitektinum og verkfræðingnum P.V. Jensen Klint en sögu fyrirtækisins má rekja til upphafs 20. aldarinnar. CYLINDER er tímalaus lína sem fellur vel að hvaða innréttingum sem er. Skermurinn er handunninn og hefur falleg smáatriði úr svartbæsaðri og ljósri eik og kopar sem skapa skemmtilegar andstæður við mjúka birtuna.

Stílhrein hönnun og falleg smáatriði.

Fyrirtækið heldur í arfleifð sína á sama tíma og horft er til framtíðar, en hér helst danskt handverk í hendur við hágæða hönnun.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -