Nýtt listagallerí opnar á Menningarnótt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nomad. studio opnar með pomp og prakt á morgun, laugardag, á neðri hæð lífstíls- og gjafavöruverslunarinnar nomad. store sem staðsett er á horni Laugavegs og Frakkastígs.

 

Nomad. studio er ætlað sem vettvangur fyrir framúrskarandi listafólk til þess að kynna verk sín, í fallegu umhverfi í hjarta borgarinnar.

Páll Stefánsson ljósmyndari mun halda fyrstu sýninguna 1958 m, þar sem landslagsmyndir hans munu vera í aðalhlutverki. Páll er mörgum kunnur, hann hefur gefið út 37  ljósmyndabækur en í jafnmörg ár hefur Páll verið að ferðast og starfað í faginu. Hann hefur fangað fegurð landslags bæði hér á landi og víða erlendis og verið leiðandi í íslenskri landslagsljósmyndun um árabil.

Frá og með 25. ágúst er sýningin opin frá kl. 11 – 19.
Ljósmyndasýningin stendur til 24. september 2019.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira