Nýtt litríkt listaverk á Kastrup flugvelli

Nýtt glerlistaverk á Kastrup flugvelli vekur athygli.

Danski listamaðurinn Alexander Tovborg var fenginn til að setja svip sinn á Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn með stærðarinnar listaverki sem var afhjúpað nýlega.

Verk Tovborg er litríkt glerverk sem skapar skemmtilega birtu í flugstöðvarbyggingunni. Verkið nefnist Sphinx and Nature.

Fjallað er um verkið á vef Wallpaper. Það kemur fram að Tovborg hafi leitað til glerlistamannsins Per Steen Hebsgaard og fengið aðstoð hans við framkvæmdina.

Verkið er 22 metrar á lengd sex metrar á hæð.

AUGLÝSING


Falleg birta myndast þegar ljósið skín í gegnum litað glerið.

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is