• Orðrómur

Nýtt og glæsilegt Hús og híbýli er komið út – Geggjaðar hugmyndir fyrir svefn- og barnaherbergi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þriðja tölublað Húsa og híbýla er einstaklega fjölbreytt og fallegt að vanda. Forsíðumyndin er úr ákaflega töff húsi í Vestmannaeyjum hjá hjónunum Maríu Pétursdóttur og Gunnari Berg Runólfssyni en húsið hefur verið tekið algerlega í gegn og það á sér skemmtilega sögu.

Einnig er að finna áhugavert innlit í sannkallað fjölskylduhús á Akranesi hjá Edit Ómarsdóttur og Davíð Reyni Steingrímssyni en húsið lét afi Editar byggja árið 1973 og ber arkitektúrinn þess glöggt merki.

Hjá hjónunum Maríu Pétursdóttur og Gunnari Berg Runólfssyni. Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Afar smekklegt og snoturt hús á Selfossi er svo og að finna í blaðinu en þar hafa þau Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson búið frá árinu 1999 en húsið var byggt árið 1956 og hefur tekið breytingum á þeim tíma en stíllinn hjá þeim hjónum er afar léttur og skemmtilegur. Ljóst og létt svífur einnig yfir vötnum hjá þeim Ægi og Atla en Ægir er einn af eigendum Söstrene Grene á Íslandi.

Heima hjá Agnesi á Selfossi. Mynd / Hákon Davíð

Í blaðinu er einnig að finna 15 síður af einstaklega smekklegum og fjölbreyttum barna- og svefnherbergjum. Herbergin eru ólík og þar gefur að líta margar sniðugar lausnir og hugmyndir sem gleðja augað.

- Auglýsing -

Mynd / Hákon Davíð

Póstkortið sem fylgir blaðinu er málað af listakonunni Freyju Reynisdóttur en verkinu hefur hún gefið nafnið Vor tvöþúsundogtuttugu. Póstkortið er sjálfsmynd af höfundinum sem segir að verkið sé í stanslausri þróun. Þetta og margt, margt fleira, sjón er sögu ríkari.

Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Nældu þér í eintak af nýjasta Hús og híbýli.

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -