• Orðrómur

Nýtt og sumarlegt blað Húsa og híbýla komið út – Sumarhús og krúttleg sveitakot í aðalhlutverki

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sumarbústaðir og sumarhús eru meginþemað í blaðinu sem er eintaklega fallegt og fjölbreytt. Í blaðinu er meðal annars að finna afar fallegt og litríkt sumarhús Fríðu Jónsdóttur og eiginmanns hennar undir Eyjafjöllunum en Fríða blandar saman antík, litum, veggfóðri, persneskum teppum og íslenskri sveitarómantík á skemmtilegan og frumlegan máta. Einnig er innlit í krúttlegt og notalegt sveitakot til Péturs Gauts og Berglindar í Grímsnesinu en þar dvelja þau löngum stundum allt árið. Að auki er áhugavert innlit í Úlfljótsskála þar sem munaður og þægindi eru í fyrirrúmi.

Smart íbúð Védísar Pálsdóttur vöruhönnuðar og Gríms Stígssonar í Norðurmýrinni þar sem fallegir munir og hlýr litir fá að njóta sín en Védís er með skemmtilega sýningu á HönnunarMars sem heitir Hvenær verður vara að vöru á Hafnartorgi.

Heima hjá Védísi og Grími . Mynd / Hallur Karlsson

Blómaskreytirinn Hrafnhildur Þorleifsdóttir sýnir okkur heimili sitt og blómagallerí og fræðir lesendur um ýmsar plöntur en einnig eru viðtöl við nokkra blómaræktendur í Hveragerði.

Hrafnhildur Þorleifsdóttir  fræðir okkur um ýmsar plöntur í nýjasta Hús og híbýli. Mynd / Hallur Karlsson
- Auglýsing -

Póstkortið sem fylgir blaðinu er hannað af listakonunni Írisi Auði frá Akureyri en það er af himbrima í einstaklega litríku og snotru kjarri. Skemmtilegt viðtal og myndir af vinnustofu Auðar er einnig að finna í blaðinu ásamt ýmsu öðru fjölbreyttu efni. Sjón er sögu ríkari.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -