Nýtt tölublað Húsa og híbýla er komið í verslanir – sumarlegt og fallegt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í þessu eintaki er að finna einstaklega fjölbreytt innlit, bæði í Reykjavík og út á landi. Það er veiðihúsið Laxafoss í Norðurá sem prýðir forsíðuna en þetta einstaka hús hefur að geyma langa og skemmtilega sögu en það eru hjónin Sigrún Ása Sturludóttir og Þór Gunnarsson sem eiga húsið. Jafnframt er innlit í afar snotran sumarbústað við Urriðafoss með nútímalegu yfirbragði en þar hafa þau Haraldur Einarsson og Birna Harðardóttir hreiðrað um sig á stílhreinan og smekklegan hátt.

Jafnframt er innlit í glæsilega þakíbúð í 101 hjá Þórhöllu Guðmundsdóttur og Þórhalli Tryggvasyni en þau umturnuðu nokkrum hæðum og útkoman er stórkostleg í alla staði.

Stofan hjá Þórhöllu og Þórhalli
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Á síðum blaðsins er enn fremur að finna innlit á heimili þeirra Arnars Dan og Sigríðar Soffíu á Ránargötunni en þar er léttleikinn í fyrirrúmi í sambland við fallega list.

Arnar Dan og Sigríður Soffía
Mynd / Unnur Magna

Myndir af nýja veitingastaðnum við Austurvöll, Duck & Rose, eru í blaðinu en þar er grænum, brúnum og bleikum tónum raðað saman á fallegan máta.

Fallegt póstkort fylgir með blaðinu að vanda en það er listakonan Harpa Másdóttir sem á heiðurinn að því en í blaðinu er einnig viðtal við hana og innlit á vinnuaðstöðu hennar.

Tímaritið allt er stútfullt af fallegum myndum og skemmtilegum hugmyndum og mætti nefna eina grein með hugmyndum til að draga sveitarómantíkina inn í híbýli landsmanna.

Kaupa blað í vefverslun

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -