• Orðrómur

Óður til fámáls húsvarðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einkasýning Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Húsvörður slær í gegn, verður opnuð í galleríinu Þulu á laugardaginn, 10. apríl. Opnunin stendur yfir frá 14-18. Helga mun sýna ný verk þar sem hún fjallar um líf og störf húsvarðarins.

„Þetta er rómantísk hugmynd af húsverði. Fámáll einfari sem sinnir vel sinni vinnu, lifir sáttur og sæll djúpt í sínum eiginn hugarheimi. Eiginleiki sem getur tapast við að verða fullorðinn, þegar lífsgæðakapphlaupið og annríki hversdagsins gleypir okkur. Þegar við hættum að geta séð okkur sjálf nema í gegnum aðra,“ segir Helga Páley um umfjöllunarefni sýningarinnar.

„Allt sem við gerum á að vera árangurstengt, annað er tímaeyðsla. Þessi húsvörður vann lífið, hann spilar hasarmyndir í huganum og brosir út í annað af æðisgengnu vitleysunni sem honum dettur í hug. Núna er hann fiðrildi og allt sem er svart drekkur í sig ljós þangað til að ekkert er eftir, hann er sá eini sem veit hvernig á að stoppa það. Þetta er alltaf að gerast við tökum bara ekki eftir því.“

- Auglýsing -

Mynd af sýningunni Húsvörður slær í gegn

Helga Páley hefur í verkum sínum unnið í teikningu, bæði á striga og í skúlptúr og þannig kannað mörk miðilsins.

Sýningin Húsvörður slær í gegn stendur yfir til 25. apríl og verður opið í galleríinu 14-18 alla daga 10-25. apríl. Gallerí Þula er á Hjartatorgi, gengið er inn frá Laugavegi.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Dáleiðandi verk úr teipi og krulluböndum

Nú stendur yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Ásgeirs Skúlasonar í sýningarrými Norr11 undir yfirskriftinni Athugið, athugið.Á sýningunni eru ofin...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -