Ótrúlegar breytingar á baðherbergi sem Sólveig Andrea hannaði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sólveig Andrea Jónsdóttir er innanhússarkitekt en hún stundaði nám í ISAD-Istituto Superiore di Architettura e Design í Mílanó. Sólveig hefur meðal annars unnið hjá ASK arkitektum, arkitektastofunni T.ARK og í Pennanum og er nú sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt en hún hannaði þetta fallega 4,5 fermetra baðherbergi á dögunum.

Sólveig segir að baðherbergið hafi verið stækkað um 1 fermetra en það var gert með því að fara inn í herbergið við hliðina. Einnig segir hún að það hafi verið svolítil áskorun að fela hitakerfi sem var í veggnum en segir að það hafi heppnast vel með því að stækka klósettkassann og búa til innbyggðan skáp. Eins og sjá má á myndunum er hönnunin afar kósí og stílhrein og Sólveig segir að hún hafi lagt upp með að nýta rýmið sem best og hafa stóra innréttingu og góða sturtu.

„Eigendur baðherbergisins voru með ákveðnar hugmyndir, eins og t.d. að hafa bæði baðkar og sturtu, en að lokum varð sturtan ofan á og við slepptum baðkarinu. Að auki stungu eigendurnir upp á því að hafa loftið og ljósin svört sem mér fannst koma sérstaklega vel út.“

Innrétting – HTH. Ljós – Lumex. Gler – Glerborg

Borðplata – Granítsmiðjan. Handklæðaofn – Byko

Mynd / Hákon Davíð

Flísar – Terra Rust, Birgisson

Tæki og vaskur – Tengi og Vola

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -