2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Óvenjulegt litaval á snyrtistofu

  Áhugaverðir og skemmtilegir litir prýða snyrtistofuna og verslunina Haeckels House í Margate í Englandi.

  Kóralbleikur, fölbleikur og fölblár setja skemmtilegan svip á snyrtistofuna en þetta litaval þykir heldur óvenjulegt fyrir snyrtistofu.

  Það var eigandi Haeckels House, Dom Bridges, sem sá um innanhússhönnunina og litaval. Hann ákvað að fara öðruvísi leið og forðast ljósgráa og hvíta litatóna sem einkenna gjarnan snyrtistofur.

  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er útkoman afar flott.

  Falleg húsgögn og ljósakrónur setja punktinn yfir i-ið á snyrtistofunni.

  AUGLÝSING


  Eigandi Haeckels House, Dom Bridges, sá um innanhússhönnunina og tókst vel til.

  Myndir / Af vef Haeckels House

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is