• Orðrómur

Plöntuáhugafólk býttar á plöntum: „Stundum plöntur sem eru ekki fáanlegar í verslunum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mikið plöntuæði hefur gripið landsmenn og fólk er farið að nota fallegar plöntur til að prýða heimili sitt í auknum mæli.

Afleggjarar nefnist nokkuð vinsæll hópur á Facebook en í honum er plöntuáhugafólk sem býttar plöntum við annað fólk sem deilir sama áhugamáli.

Karen Ósk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem heldur utan um hópinn. Hún segir það ekki vera mikla vinnu þar sem hópurinn sé „lífrænn“ og meðlimir hans sjá til þess að hann sé virkur og lifandi enda gerist hlutirnir hratt í þessum skemmtilega hóp.

- Auglýsing -

„Ég þarf lítið að skipta mér af þar sem allir eru virkilega kurteisir og aldrei neitt vesen. Hópurinn er mjög virkur og þetta er „fyrstur pantar, fyrstur fær“ fyrirkomulag,” segir Karen sem á 61 pottaplöntu, í því safni eru um 32 tegundir.

Karen segir heimili sitt vera hálfgerðan frumskóg. Mynd / Hákon Davíð

Aðspurð hvort að hún sé dugleg að nýta sér hópinn til að stækka plöntusafnið sitt svarar hún: „Ég gæti verið duglegri að nýta mér síðuna þó svo heimilið mitt sé nánast frumskógur,” segir Karen. „Annars hef  ég oft verið nálægt því að ná afleggjara en þeir fara hratt.”

Karen segir gaman að fylgjast með öllum þeim plöntutegundum sem fólk skiptist á í gegnum Facebook-hópinn. „Það er virkilega skemmtilegt að sjá hversu fjölbreyttar plöntur eru oft í boði. Stundum eru þetta meira að segja plöntur sem eru ekki fáanlegar í verslunum. Jafnvel plöntur sem ég hafði aldrei heyrt um áður,“ útskýrir Karen.

- Auglýsing -

Áhugasamir geta gerst meðlimir í hópnum hérna.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -