• Orðrómur

Rómantíkin allsráðandi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Oft þarf ekki nema nokkra hluti inn í venjulegt eldhús til að skapa sveitastemningu og rómantík. Hér eru nokkrar skemmtilegar eldhúsmyndir sem ættu að geta veitt einhverjum innblástur.

Hér er aðeins nútímalegra eldhús en í því er samt einhver sveitarómantík. Panillinn á veggjunum segir sveit og borðplatan og gólfið setja einstaklega hlýlegan blæ á umhverfið. Koparinn er smart og tónar vel með jurtunum.
Fallegt og stílhreint eldhús þar sem sveitarómantíkin fæst með því að hengja rammíslenskar ímyndir á veggina. Eins er græni olíulampinn skemmtilegur og minnir á gamla tíma. Rósóttu púðarnir undirstrika svo einhverja rómantík.
Hér er afar fallegt gamalt eldhús og þótt það sé allt hvítt er það rómantískt. Dökkbrúna viðarborðið setur svip á umhverfið og gerir það hlýlegt. En gamla vigtin og ketillinn í glugganum gera mikið fyrir rýmið. Einnig er sniðugt að hafa hilluna á veggnum vinstra megin.
Í þessu eldhúsi er það blái liturinn sem gerir eldhúsið íslenskt og lifandi. Einnig er fallegt að hafa kaffikönnuna og kaffikvörnina á borðinu. Fallegar kryddjurtir og plöntur í glugga gera umhverfið hlýlegra og eru gott mótvægi við bláa litinn.

Myndir / Úr safni

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -