2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Rúna Kristinsdóttir hönnuður – „Það óvænta heillar“

  Rúna Kristinsdóttir, upplifunarhönnuður og stílisti, býr í einstakri íbúð með dásamlegu útsýni. Hún hefur búið sér fallegt heimili þar sem list í allri sinni dýrð er að finna, liti og íburðarmikla hluti. Rúna heillast af því sem hefur sérstöðu og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hér eru nokkrar vel valdar spurningar sem við fengum Rúnu til þess að svara en viðtalið í heild sinni birtist í 13. tölublaði síðasta árs.

   

  Mynd / Unnur Magna

  Hvað er þér kærast hér á heimilinu? Fólkið mitt sem kemur og fer, og ef ekki það, þá eru það myndir, bækur og tónlist sem gera heimilið að mínum uppáhaldsstað.

  Eftirlætislitur? Fer eftir árstíðum og lundarfari … en gulur er góður.

  AUGLÝSING


  Hvernig efni og áferð heilla þig? Allt sem er náttúrulegt og kryddið, flauel, glimmer og neon … allt í bland.

  Mynd / Unnur Magna

  Fallegasta bygging á Íslandi? Harpa er falleg og mikil prýði fyrir borgina okkar en ég hefði viljað sjá stemninguna í Marshallhúsinu og Ásmundarsal innanhúss í Hörpunni, með galleríum, opnum vinnustofum og skemmtilegum kaffihúsum.

  Safnar þú einhverju sérstöku? Minningum um ferðir og ævintýri og oftar en ekki ber ég með mér handverk frá löndunum sem ég heimsæki.

  Mynd / Unnur Magna

  Mynd / Unnur Magna

  Hvernig hönnun heillast þú af? Ég hef alltaf horft til Ítalíu þegar hönnun er annars vegar en allt er að verða landamæralaust í seinni tíð og hönnuðir orðnir stórstjörnur með stór hönnunarteymi með sér. Í dag finnst mér skipta mestu máli að við séum að takast á við stóru áskoranirnar í umhverfismálum og öll hönnun þarf að miðast við það.

  Mynd / Unnur Magna

  Rocket-barstólarnir eru hannaðir af Eero Aarnio fyrir Artek.

  Eftirlætishönnuður? Mér finnst margir góðir og skemmtilegir til dæmis Patricia Urquiola, Kelly Wearstler, Karim Rashid, Piet Boon og ótalmargir fleiri og ekki gleymi ég Le Corbusier, allt eru þetta stórstjörnur þó að einn sé horfinn yfir móðuna miklu.

  Áttu þér uppáhaldsverslun hérlendis og/eða erlendis? Allar búðir með sérstöðu eru í uppáhaldi, fallegar móttökur og upplifun eru það sem ég heillast af.

  Mynd / Unnur Magna

  Hvaða myndlistarmaður/kona er í uppáhaldi? Við eigum svo marga góða að það er ekki sanngjarnt að nefna einn, en myndlist í öllum sínum fjölbreytileika er ótrúlega gefandi.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is