2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Segir húsið allt eins geta verið selt á morgun

  Það vakti mikla athygli í nóvember þegar Kjarvalshúsið á Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi var sett á sölu. Húsið er afar glæsilegt og er heilir 442 fermetrar að stærð. Húsið er enn þá til sölu.

  Húsið var byggt árið 1969 og teiknað af af Þorvaldi S. Þorvaldssyni. Óskað er eftir tilboðum í húsið en fasteignamatið er núna rúmar 192 milljónir.

  Það er fasteignasalinn Böðvar Sigurbjörnsson hjá Borg sem sér um söluna. Hann segir húsið hafa vakið mikla athygli og segir þó nokkra hafa komið og skoðað eignina og sýnt henni áhuga.

  „Einhverjar þreifingar hafa átt sér stað án þess að þær hafi leitt til sölu, enn sem komið er,“ segir Böðvar.

  AUGLÝSING


  Spurður út í hvað sé hægt að reikna með að taki langan tíma að selja hús af þessu tagi ef tekið er mið af verði og stærð segir Böðvar sölutíma fasteigna í þessum flokki almennt vera lengri en gengur og gerist ef miðað er við hefðbundnari eignir. „Eðlilegt er að reikna með allt að 6 til 12 mánuðum í því sambandi. Það er þó ekkert algilt í þessum efnum, Sæbraut 1 gæti allt eins verið seld á morgun enda einstök eign,“ segir Böðvar um Sæbraut 1.

  Húsið skartar meðal annars stofu með 5 metra lofthæð og stórum gluggum með stórbrotnu útsýni. Mynd / fastborg.is

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is