Sér ekki eftir því að hafa fengið sér marmaraborðplötu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í tignarlegu húsi í Hafnarfirði búa þau Tinna Lyngberg og Guðjón Kjartansson ásamt drengjunum sínum tveimur, Andra Má og Antoni Snæ. Húsið var byggt árið 1965 og var upphaflega teiknað sem einbýlishús. Hjónin keyptu húsið árið 2016 og fluttu fyrst inn á neðri hæðina. Þau réðust í heilmiklar framkvæmdir á efri hæðinni og fluttu þangað rétt fyrir jólin 2017.

Eldhúsið er einstaklega glæsilegt. Innréttingin í eldhúsinu er sérsmíðuð hjá HBH og hafði Tinna sérstakar óskir varðandi hönnunina á eldhúsinu sem Sæja innanhússarkitekt teiknaði síðan upp.

Mynd / Hákon Davíð

„Það skipti mig máli að hafa stóra eyju og gott skápa- og vinnupláss. Ég vildi hafa tvo vinnuskápa og lítinn bar í innréttingunni en eldhúsið var aðalmálið fyrir okkur þegar við keyptum húsið. Það gerist mjög mikið í þessu rými sem er hjarta heimilisins.“

Sjáðu fleiri myndir og lestu viðtalið við Tinnu í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

Innréttingarnar eru svartbæsaðar og eyjan er sprautulökkuð í gráum lit.

„Ég vildi hafa innréttingarnar dökkar og sagði Sæja mér að vera ekki feimin við að blanda saman litum og efnum. Mér finnst mikilvægt að sjá lífið í viðnum sem gefur rýminu hlýleika og ákveðna hreyfingu. Ég ætlaði upphaflega ekki að fá mér marmaraborðplötu en ég sé ekki eftir því núna,“ bætir hún við.

Þá tóku þau niður loftið í eldhúsinu og settu innfellda lýsingu. Eldhúsið er einkar rúmgott og með gott flæði.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira