2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Sjö sniðugar hugmyndir fyrir eldhúsið

  Stendur til að breyta til í eldhúsinu? Þá gætu þessar hugmyndir komið að góðum notum.

   

  Róla í eldhúsið, af hverju ekki? Einstakur byggingarstíll í Gamla Apótekinu á Akureyri, en húsið hlaut friðun frá Minjastofnun árið 2006. Farið var í miklar endurbætur í húsinu sem fékk nýtt hlutverk síðla sumars 2017. Reynt var að finna hluti og liti sem áttu heima í húsinu og hér fær upprunalegur stíll hússins að njóta sinn í örlítið nútímalegum búningi.

  Einstakt eldhús hjá Sonju Björk, innanhússarkitekt og vöruhönnuði í Vesturbæ Reykjavíkur. Grunneiningarnar koma úr IKEA og hannaði Sonja framhliðarnar sjálf. Til þess að tengja eldhúsið við heildarrýmið hannaði hún þennan skemmtilega pinnavegg sem hliðareiningu við ísskápinn. Hrátt gólfið fær að njóta sín til móts við stílhreinar innréttingarnar.

  Djarft og nútímalegt eldhús. Borðplatan er úr óvenjulegum og töff quartz-steini. Húsráðendur kusu að hafa enga efri skápa til að halda rýminu snyrtilegu. Plönturnar setja síðan punktinn yfir i-ið.

  AUGLÝSING


  Góðir vinnuskápar geta skipt sköpum. Rut Káradóttir innanhússarkitekt tók að sér að hanna breytingar á þessu húsi sem staðsett er í Hafnarfirði. Eldhúsið gegndi ekki lengur því hlutverki sem fjölskyldan vildi og hefur nú fengið nýtt líf eftir höfði húsráðanda.

  Leyfið fallegum pottum og öðrum eldhúsáhöldum að njóta sín. Það gerir heimilið persónulegra í leiðinni.

  Opnar hillur sem smellpassa í rýmið. Sniðug og góð lausn en hér fær áður ónýtt veggpláss sinn tilgang.

  Það þarf ekki alltaf að flísa allan vegginn. Hérna fá fagurgráar marmaraflísar sinn tilgang við helstu vinnu- og álagssvæði eldhússins.

   

   

   

   

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is