Skipuleggðu þig í ræmur með stjörnunum í splunkunýjum þáttum Netflix

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þættirnir Get Organized With The Home Edit eru komnir á Netflix og eru nú í 1. sæti yfir vinsælustu þætti hér á landi.

Heimilið er okkar griðastaður og á tímum heimsfaraldurs eru flest okkar mun meira heima við en vanalega. Það er því kannski ekki skrýtið að þættir um heimili og hvað þá skipulag inni á heimilum slái í gegn. Þeir sem öllu ráða hjá Netflix gátu ekki hitt á betri tíma en núna til að setja átta þátta röðina Get Organized with The Home Edit í loftið.

Þættirnir fylgja eigendum og stofnendum The Home Edit, Clea Shearer og Joanna Teplin, eftir þegar þær storma inn á heimili bæði stjarna og venjulegs fólks og umbreyta heimilunum í eins snyrtilegt og skipulagt heimili og mögulega er hægt.

Stöllurnar hafa gefið út tvær bækur: The Home Edit: A Guide to Organizing and Realizing Your House Goals og The Home Edit Life: The No-Guilt Guide to Owning What You Want and Organizing Everything, og halda úti reikningi á Instagram sem er hrein dásemd að skoða, allt í röð og reglu og gjörsamlega bjútífúl, svo við slettum smá.

Í þáttunum taka þær fyrir allt frá eldhúsum og fataskápum, draslskúffum, baðherbergja, leikherbergja og allt þar á milli. Hér mun aldeilis reyna á margreynt og þróað skipulag þeirra stallna.

Instagram Home Edit er hrein unun að skoða, en þar eru 2,7 milljónir fylgjenda.

„Shearer og Teplin sigra óreiðuna með þeirra einstaka vörumerki innanhússhönnunar, hagkvæmni og húmor, og umbreyta lífi viðskiptavina sinna,“ segir í lýsingu Netflix á þáttunum.

„Frá heimafylki þeirra Tennessee, til New York og Kaliforníu, þá mun hver þáttur fjalla um skipulagsverkefni fyrir frægan aðila og venjulegan borgara, um leið og einstök aðferð dúettsins veitir öllum áhorfendum og skipulagsfíklum innblástur.“

Leikkonan Reese Witherspoon og framleiðslufyrirtæki hennar Hello Sunshine framleiða þættina og á meðal þeirra sem heimsóttir eru í þáttunum má nefna Rachel Zoe, Khloe Kardashian, Eva Longoria og Neil Patrick Harris.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -