Skúli selur glæsihýsið á Seltjarnarnesi – Sjáðu myndirnar

Deila

- Auglýsing -

Skúli Mogensen, fyrrum eigandi WOW air hefur auglýst einbýlishús sitt, Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi, til sölu.

Húsið er þó ekki auglýst á vegum íslenskra fasteignasala heldur á vefsíðunni Ocean Villa. Á henni má sjá fjölda mynda af húsinu, bæði að innan og utan, og teikningar af skipulagi þess. Einnig er sér kafli um staðsetningu hússins og af hverju væntanlegur kaupandi ætti að kaupa eign á Íslandi. Bendir allt til að Skúli sé að sverma fyrir erlendum áhugasömum kaupendum.

Húsið sem er 609 fm var byggt árið 2008 og hefur verið í eigu Skúla síðan árið 2016. Húsið er hannað af verðlaunaarkitektum Granda Studio og innanhússhönnuðir eru Selma Ágústsdóttir frá Namó Design og Gríma Björg Thorarensen frá GBT Interiors.

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, fimm baðherbergi, skrifstofa, tvær stofur, fjölskylduherbergi, kvikmyndasalur, líkamsræktarsalur, gufubað og fleira.

Hér má sjá nokkrar myndir af húsinu (skjáskot af vefsíðu Ocean Villa) en fleiri myndir má sjá á vefsíðunni Ocean Villa.

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

Mynd / Ocean Villa

- Advertisement -

Athugasemdir