2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Skúlptúr sem fær fólk til að leggja frá sér snjallsímana

  Samböndum og ástarlífi fólks stafar ákveðin ógn af snjallsímum og samfélagsmiðlum. Þetta segja hönnuðirnir á bak við teymið Elmgreen & Dragset.

  Hönnuðirnir Michael Elmgreen og Ingar Dragset hafa kynnt til leiks skúlptúrinn The Bed sem þeir gerðu í samstarfi við danska merkið Georg Jensen. Skúlptúrinn er ekki bara einstaklega fallegt handverk heldur þjónar hann ákveðnu hlutverki líka: hann geymir snjallsíma fólks.

  Tilgangur The Bed er fyrst fremst að fá fólk til að leggja frá sér snjallsímana.

  „Okkur langaði að skapa eitthvað fallegt sem gæti verið til sýnis á heimilum fólks og myndi líka hafa jákvæð áhrif á hvernig fólk ver tíma sínum,“ segir Michael Elmgreen um The Bed. „Þeir [snjallsímar] virðast vera ein stærsta ógnin við ástarlíf fólks og sambönd.“

  The Bed er handgert úr silfri.

  AUGLÝSING


  Meðfylgjandi er myndband þar sem Elmgreen og Dragset segja frá gerð The Bed og annar þeirra lýsir því hvernig ástarsamband sem hann var í endaði vegna óhóflegrar notkunar á snjallsímum.

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is