Spennandi vörusýningar í Frankfurt

Deila

- Auglýsing -

Allir sem vilja fylgjast eitthvað með nýjum straumum og stefnum á sviði hönnunar eða eiga verslanir og þurfað kaupa inn ættu að gefa þessum sýningum sem eru á næsta leiti gaum en Messe Frankfurt er með margar sýningar á ári á hinu gríðarlega stóra Frankfurt sýningarsvæði. Þessar þrjár sýningar verða haldnar nú í lok janúar eða 24.-28. janúar nk.

 

Sýningarnar eru Christmasworld, Paperworld og Creativeworld en þær eru ætlaðar fyrir bæði almenning, verslunareigendur og innflytjendur. Sýningarnar eru ólíkar en allar sérlega stórar og yfirgripsmiklar sem gerir þær einmitt áhugaverðar og hentugt að þær eru allar á sama tíma, þó byrjar Christmasworld degi fyrr en hinar.

Christmasworld er eins og nafnið gefur til kynna alþjóðleg jólasýning þar sem áherslur eru lagðar á jólaskraut og -muni en sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar og leiðandi í jólatískustraumum í heiminum. Að þessu sinni eru lykilþemun á sýningunni fjögur: ljúf hátíðarhöld, ómissandi hefðir, blíð jól og skínandi fögnuðir og bæði sýningin og vörurnar eru unnar út frá þessum þemum.

Áhersla verður lögð á nútímaneytandann sem gerir kröfur um sveigjanleika bæði hvað varðar vörur og þjónustu. Skrautinu og vörunum á sýningunni er einnig ætlað að lifa lengur inn í árið, sem sagt ekki bara sett upp um jólin og tekið niður, þetta er áhugaverð nálgun og í senn spennandi og umhverfisvæn. Gaman verður að fylgjast með hvaða straumar og stefnur verða á sýningunni fyrir jólin 2020.

Vefsíða: christmasworld.messefrankfurt.com

Paperworld er alþjóðleg vörusýning fyrir ritföng, pappírsvörur, skrifstofuáhöld og húsgögn. Kynntar verða nýjungar á þessu sviði ásamt tískustraumum hjá helstu framleiðendum. Sýningin er hugsuð fyrir innflytjendur og framleiðendur og vörurnar eru miðaðar að bæði einstaka neytendum en einnig að bæði stórum og smáum fyrirtækjum. Á sýningunni er hægt að skoða allt frá sniðugum skrifstofulausnum til smáhluta svo sem blekpenna og skrifblokka.

Vefsíða: paperworld.messefrankfurt.com

Creativeworld er alþjóðleg lista- og föndursýning en þar er teflt saman listafólki, handverksfólki og uppfinningasömu fólki sem sýnir listræna hæfileika í gegnum nýjar vörur, efni og tækni. Listafólkið vinnur að hönnun í gegnum pappír, liti, perlur, málningu og ýmislegt fleira.

Sýningin er einhverskonar blanda af vörusýningu þar sem gestum gefst kostur á að sjá hvernig listamennirnir vinna með vörurnar og efnið en einnig er hægt að taka þátt í hinum ýmsu vinnustofum og fá þannig tækifæri til að prófa vörurnar og fá útrás fyrir sköpunarkraftinn.

Vefsíða: creativeworld.messefrankfurt.com

- Advertisement -

Athugasemdir