Stílhreint og smart í Holtunum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Njóttu páskanna með fagtímarit við hönd. Við heimsóttum fjölbreytt og falleg heimili í nýjasta blaðinu okkar, meðal annars þessa björtu íbúð í Holtunum í Reykjavík þar sem þeir Ægir Máni og Atli Stefán búa.

Mynd / Hallur Karlsson

Íbúðin er 107 fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 2014. Ægir tók á móti okkur, hann er mikill fagurkeri sem sést glögglega, en hann er einn eigenda Söstrene Grene á Íslandi og hefur starfað lengi í bransanum þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall.

„Ég legg mikið upp úr því að blanda hlýlegu basti með köldum skandinavískum hlutum og er mikið fyrir opnar hillur sem mér finnst gera heimilið persónulegra. Hilla sem hefur verið raðað fallega í með svolítið af skrítnum persónulegum hlutum er nauðsynleg á hverju heimili, að mínu mati.“

Mynd / Hallur Karlsson

Ægir hóf að starfa hjá Söstrene Grene aðeins 12 ára gamall við verðmerkingar og annað. Að hans sögn vann hann sig hratt upp en áhuginn á rekstrinum leyndi sér ekki. Eftir menntaskóla fjárfesti hann í sinni fyrstu eign sem vatt upp á sig og það vildi svo heppilega til að Ægir gat keypt hlut í versluninni þegar fyrri eigandi seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Ýmislegt nýtt og áhugavert hefur rekið á fjörur hans í gegnum tíðina, hann hefur tekið að sér hin ýmsu innanhússverkefni tengd vinnu sinni og segir stílinn því í nær stöðugri þróun. „Ég hef hannað nokkrar íbúðir í gegnum vinnuna og ég myndi segja að ég væri hugaðri í dag en ég var þegar ég var yngri. Ég er mun opnari fyrir hlutum sem eru ekki endilega fallegir á hefðbundinn hátt.“

Mynd / Hallur Karlsson

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla. 

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varða efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -