• Orðrómur

Stórfenglegt hús Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er glæsilegt heimili Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa og híbýla. Þau hafa hreiðrað um sig á einstakan hátt í einbýlishúsi á Akureyri þar sem Eyjafjörðurinn er eins og stórkostlegt málverk sem blasir við um leið og inn er komið.

Útsýnið úr stofunni er magnað. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Hús þeirra hjóna er u.þ.b. 440 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum. Stórar svalir umlykja hluta þess og þar er einnig fallegur garður með verönd og heitum potti og óhætt er að segja að útsýnið sé magnað úr pottinum. Á þessu fallega heimili er hugsað út í hvert smáatriði og útkoman er einstaklega flott.

- Auglýsing -

Heima hjá Alexöndru og Axel. Mynd/ Hallur Karlsson

Í fallegu húsi við Garðastræti búa hjónin Alexandra Ásta Axelsdóttir og Axel Axelsson og við kíkjum í heimsókn. Íbúðin er með sterkan karakter og þau hjón ósmeyk við að prófa sig áfram í litavali og ólíkum samsetningum. Íbúðin er hlaðin skemmtilegum hlutum sem gaman er að rýna í og skoða og þar er hönnun í bland við hluti af nytjamörkuðum eða erlendis frá.

Heima hjá Fríðu og Sigurjóni. Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Við heimsækjum einnig hjónin Fríðu Gauksdóttur og Sigurjón Inga Guðmundsson en þau hafa komið sér vel fyrir í fallegu raðhúsi í Fossvoginum ásamt börnunum sínum tveimur. Léttleiki og ljós litapalletta ræður ríkjum á heimilinu sem þau hafa verið að taka í gegn smátt og smátt síðan þau fluttu inn.

„Okkur finnst best að hafa alla veggi hvíta og við erum svolítið mínimalísk. Við erum með
gömul húsgögn í bland við ný og erum hrifin af náttúrulegum efnum, flísum, við og steini. Við leggjum áherslu á að hafa gott flæði í íbúðinni og við viljum ekki hafa mikið af óþarfa hlutum í kringum okkur,“ segir Fríða.

Fallegt heimili Sigmundar og Ídu. Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Í mínimalískri íbúð í gamla Vesturbænum búa svo Sigmundur Páll Freysteinsson, Ída
Pálsdóttir og Kaía Blær Sigmundsdóttir, eins árs. Húsið var teiknað árið 1927 af Guttormi Andréssyni húsasmeistara og haldið hefur verið í karaktereinkenni hússins að miklu leyti, eldhúsið er til að mynda í gömlum stíl með nútímalegu ívafi sem er í takt við fallegu gluggasetninguna.

Baðherbergi hannað af Birgittu Ösp. Mynd / Hallur Karlsson

Í blaðinu finnur þú svo umfjöllun um falleg baðherbergi en við fengum þrjá reynslumikla sérfræðinga á sviði hönnunar til þess að sýna frá afrakstri baðherbergjahönnunar sinnar.
Allir voru þeir sammála um að skipulag, lýsing og gott vinnu- og skápapláss skipti höfuðmáli við hönnun baðherbergja.

Við fjöllum einnig um einnig um HönnunarMars í nýja blaðinu. Við skoðum nokkra spennandi dagskrárliði og fáum við nokkra hönnuði til að segja okkur frá því hvað þeir sjálfir ætla að sjá á hátíðinni. Hátíðin fer fram dagana 19. -23. maí.

Ása Tryggvadóttir myndlistarkona tekur á móti okkur í heimsókn á vinnustofuna sína og sömuleiðis Elísabet Brynhildardóttir en hún gerði verkið sem prýðir póstkortið sem fylgir með blaðinu að þessu sinni.

Þetta og fleira spennandi í nýjasta Hús og híbýli.

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili,hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varðaefnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum eneinnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -