Stórhættulegur safnari með húmorinn í fyrirrúmi |

Stórhættulegur safnari með húmorinn í fyrirrúmi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Erna Hreinsdóttir er grafískur hönnuður að mennt og útskrifaðist frá University of The Arts í London. Hún er eigandi pippa.is og starfar í dag sem grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi. Hún segist vera uppátækjasöm og alltaf með húmorinn í fyrirrúmi.

 

Hver er þinn uppáhaldshönnuður?
Það er erfitt að halda aðeins upp á einn hönnuð eða einn listamann. Það er bara alls ekki hægt. En ég get sagt ykkur að ég held mikið upp á rokkstjörnu grafískrar hönnunar, Peter Saville.

Fallegasta bygging erlendis?
Uppáhaldshúsið mitt er alltaf Fallingwater eftir Frank Lloyd Wright. Þó er ein magnaðasta bygging sem ég hef séð og heimsótt, staðsett í Brasilíu, nýlistasafnið í nágrenni Rio de Janeiro eftir Oscar Niemeyer, eða MAC Niterói á þeirra tungumáli.

En á Íslandi?
Þjóðleikhúsið finnst mér alltaf tignarlegt og fallegt, alveg í heimsklassa. Það er gaman að sjá glytta í það frá ýmsum áttum í miðbænum.

Uppáhaldslitur?
Ég féll svolítið fyrir þessum rústik bleika, eða millenial pink eins og hann var stundum nefndur. Nú er ég frekar veik fyrir grænum tónum, t.d. smaragðs grænum.

Uppáhaldshlutur?
Öll þau húsgögn sem ég eignaðist úr búi afa og ömmu sem bjuggu einmitt líka í Hlíðunum. Ég ber mikla virðingu fyrir gömlum munum og er sérlega hugfangin af því hversu vandað var til verka hérna í den.

Hvar líður þér best?
Heima hjá mér en það er samt svolítið skrítið að mér líður líka best á ferðalögum og sakna ekki heimilisins þegar ég fer í burtu. Ég aðlaga mig fljótt að nýjum aðstæðum, ætli mér þyki ekki bara best að vera frjáls.

Ertu safnari?
Algjörlega stórhættulegur safnari. Ég þarf að passa upp á að missa ekki stjórn á þessu áhugamáli en hver á t.d. tvo innkaupapoka af litlum eldspýtnastokkum? Það er bara eitt dæmi en ég hef eignast nýtt áhugamál með aldrinum og það er að taka til og henda eða gefa eða selja á Bland.

Listamaður eða -kona sem þú heldur upp á?
Mér finnst Björk náttúrlega einn merkasti listamaður sem uppi hefur verið en ég fíla líka Loja Höskuldson núna og svo sá ég magnaðar myndir eftir Regínu Rourke um daginn í Norr11. Mér finnst gaman að íslenskum listamönnum. En svona „all time“ uppáhalds þá hætti ég aldrei að vera ástfangin af Egon Schiele, László Moholy-Nagy, Jake & Dinos Chapman, það er ómögulegt að nefna bara einn.

Til hvaða borgar myndirðu fara með það að markmiði að skoða hönnun?
Þennan flugmiða myndi ég nýta til að fara og skoða eitthvað nýtt. Eins og til dæmis sovéskan brútalisma sem ég er mjög heilluð af, sem og grafíkverk kommúnismans. Þá myndi ég kannski byrja í Tibilisi, færa mig svo til Sankti Pétursborgar.

Til hvaða borgar myndirðu fara til að dást að fallegum arkitektúr?
Evrópskar borgir hafa vinninginn í þessum riðli, Barcelona er alltaf mögnuð og París og London standa svo jafnvígar í öðru sæti.

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira