2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Suðræn stemning allsráðandi

  Í 85 ár hefur Gamli Garður þjónað stúdentum en húsið var byggt árið 1933 og var annað húsið sem reist var á háskólasvæðinu. Stúdentar byggðu sjálfir grunninn að húsinu sem alltaf hefur verið stúdentaheimili. Árið 2017 var umgjörðinni breytt og í dag er staðurinn er afar skemmtilega innréttaður.

   

  Það var Rúna Kristinsdóttir sá um að hanna og innrétta staðinn

  Við fengum Rúnu til þess að segja okkur betur frá hönnuninni.

  Hvernig myndir þú lýsa stílnum á hostelinu?

  AUGLÝSING


  „Litir og innviðir Gamla Garðs voru í upphafi hugsaðir sem endurnýjun á gömlu og virðulegu húsi með mikla sögu. Ég tók inn nýja liti og við skiptum út innréttingum í herbergjum og sameiginlegum eldhúsum ásamt því að endurnýja og gera upp viðarþiljur á veggjum og skipta út og gera upp gólfefni í stiga og í Garðsbúð.

  Við smíðuðum síðan afgreiðsluskenk með hótelstarfsemi í huga og merktum húsið og leituðumst við að segja sögu Gamla Garðs með myndum og skemmtilegri grafík og sögum af lífinu í Gamla Garði hér og þar í húsinu. Á seinni stigum bættist svo við rekstur hostels á Gamla Garði og við þær breytingar tókum við snúning á sameiginlegu svæðunum og bættum við í trópísku stemninguna páfuglastólum, blómum, fuglum, hengikojum og öðrum skemmtilegheitum.“

  Gamalt púlt úr apóteki fékk nýtt hluverk.

  Hvaðan koma helstu innanstokksmunir Garðsbúðar?

  „Ég kaupi gamalt „vintage“ þegar það á við enda erum við með marga gamla muni hér. Gamalt púlt úr apóteki fékk nýtt hlutverk, píanóið var notað og flestir stólarnir eru gamlir en uppgerðir með nýjum áklæðum. Sófarnir sem voru settir inn í upphafi áður en suðræna stemningin varð allsráðandi eru með áklæði sem er hannað af Fabio del Percio og heitir Sound of Iceland og er unnið út frá hljóðbylgjum hafnarinnar við Arnarstapa.“

  Sjáðu umfjöllunina í heild sinni í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Húsum og híbýlum í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is