• Orðrómur

Sunneva Ása með einkasýningu í Þulu – „Málverkin mín eru eins og manneskjan sem er alls konar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Á morgun, laugardaginn 6. febrúar, opnar einkasýning Sunnevu Ásu Weisshappel, Undirlög, í gallerí Þulu.

Í sýningunni Undirlög sýnir Sunneva málverk. „Strigi sem er saumaður saman og hvert lag meðhöndlað á ólíkan máta. Saman mynda lögin verk sem er marglaga, hrátt og tímatengt. Striginn verður eins konar gjörningur og það sem gerist inn í stúdíóinu hefur ekki fastmótaðan upphafspunkt og er skapað í flæði,“ segir í tilkynningu Þulu um sýningu Sunnevu.

„Málverkin mín eru eins og manneskjan sem er alls konar, flókin, falleg, ljót, marglaga, full af andstæðum, mistökum, tilfinningum og mótsögnum.“

„Viðfangsefni mín í málverkinu eru efni lifandi stunda og ytra og innra ástand manneskjunnar. Ég vinn með samruna hugans og líkama og nota lífið sem rannsóknarvettvang. Fyrir mér er málverkið tvívítt hugarástand sem ég rannsaka með því að skapa andstöðu, togstreitu, sameiningu og/eða glundroða með þeim vinnuaðferðum sem ég hef tileinkað mér. Málverkin mín eru eins og manneskjan sem er alls konar, flókin, falleg, ljót, marglaga, full af andstæðum, mistökum, tilfinningum og mótsögnum,“ er haft eftir Sunnevu í tilkynningunni.

- Auglýsing -

Sunneva Ása útskrifaðist af myndlistarbraut við Listaháskóla Íslands árið 2013. Hún hefur unnið málverk, gjörningar, innsetningar, myndbönd, búninga og leikmyndir.

Opnunin er frá 14.00 til 18.00 og sýningin stendur til 28. febrúar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -