List getur birst okkur í allskonar mynd og á sér í raun engin takmörk. Íslendingar eru duglegir við það að fara sínar eigin leiðir og skreyta heimili sín á ólíkan hátt, með ólíkum verkum, hvort sem um ræðir málverk eftir þekkta listamenn, veggspjöld, verk eftir börnin, veggskúlptúra eða annað. Hér má sjá nokkur íslensk heimili sem eiga það sameiginlegt að leyfa listinni að njóta sín, hvert í sínu umhverfi.
Myndir / Ljósmyndarar Birtíngs