• Orðrómur

Sýnir klippimálverk og portrettmyndir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Fljúgðu, var opnuð í maí í NORR11 og stendur yfir til 17. júní. Á þessari sýningu má sjá klippimálverk og portrettmyndir. Í þeim fyrrnefndu veltir Hulda fyrir sér andstæðum á striganum þar sem fínleiki mætir hráleika, matt efni mætir glansandi efni og ljósir litir mæta dökkum flötum. Í verkunum notar Hulda örþunnan japanskan pappír á móti þykkari pappír og málar svo yfir í lögum.

Portrettmyndirnar hefur Hulda þróað í mörg ár. Þær byrjuðu fyrst sem sjálfsmyndir en seinna meir fór hún að spegla sig í öðrum konum. Konurnar í þessum nýju verkum eiga það sameiginlegt að vera ungar, saklausar og mjúkar á svip.

Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík 1971. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í málun árið 2000. Hún tók diplómanám í leirmótun og keramík við Myndlistaskólann í Reykjavík 2007-2008. Hulda hefur haldið fjölda einka- og samsýninga heima og erlendis og eiga Listasöfn og einkaaðilar verk eftir hana.

- Auglýsing -

Sýningin Fljúgðu er á vegum Listvals og sýningarstjóri er Elísabet Alma Svendsen. NORR11 er á Hverfisgötu 18.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Dáleiðandi verk úr teipi og krulluböndum

Nú stendur yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Ásgeirs Skúlasonar í sýningarrými Norr11 undir yfirskriftinni Athugið, athugið.Á sýningunni eru ofin...

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -