2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þar sem fortíðin og nútíðin koma saman

  Í virðulegu húsi við Langholtsveg búa þeir Sævar Þór Jónson og Lárus Sigurður Lárusson lögmenn ásamt syni þeirra Andra, 9 ára. Húsið var byggt árið 1952 og hefur verið í eigu fjölskyldunnar í um hálfa öld.

   

  Að sögn Sævars var kominn tími á endurnýjun innandyra og réðust þeir í töluverðar framkvæmdir á eigninni. Þeim þótti mikilvægt að halda að einhverju leyti í stílinn sem var.

  „Húsgögnin eru gömul hönnun og ný og svo eru margar mublur hérna sem eru að verða 100 ára gamlar. Þetta er ekki meðvitað gert en við heillumst mikið af klassískri hönnun, en ljósin eru að miklu leyti frá Louis Poulsen svo er að finna hönnun Finns Juhl og fleira en hér eru líka húsgögn sem ég veit ekkert hvaðan eru. Þetta hús er orðið svolítið pakkað og við erum ekki mikið að breyta núorðið. Ég er orðinn mjög vanafastur maður og finnst þægilegt að hafa þessa hluti í kringum mig þó að ég noti þá ekki endilega mikið. Mér finnst líka sjarmerandi þegar hlutirnir eru orðnir svolítið slitnir,“ bætir hann við.

  „Húsgögnin eru gömul hönnun og ný,“ segir Sævar.

  AUGLÝSING


  Nútímaeldhús með skírskotun í gamla tíma

  Eldhúsið er einstaklega fagurt og setur skemmtilegan svip á húsið en þeir fengu HAF STUDIO til þess að endurhanna það síðastliðið vor. Hvað höfðuð þið í huga þegar þið gerðuð upp eldhúsið?

  „Það eru franskar flísar og yfirhöfuð er þetta svolítið franskt eldhús, í nútímaútfærslu“

  „Það var upphaflega eldhús í kjallaranum þegar þetta voru tvær íbúðir og annað var á miðhæðinni þar sem fataherbergið er núna. Amma mín, fædd í kringum 1900, var alltaf að baka pönnukökur í eldhúsinu niðri og það eldhús var svolítið franskt, art deco-eldhús. Þetta var því ákveðin tilfinning sem við unnum í kringum; þú kemur inn í eldhús og sérð fyrir þér eldri konu með svuntu og það er matarlykt. Við vildum heiðra minningu hennar og hússins og setja eldhúsið í fyrra horf. Það eru franskar flísar og yfirhöfuð er þetta svolítið franskt eldhús, í nútímaútfærslu“

  LEIÐRÉTTING: Fram kom á síðu 56 að Guttormur Andrésson hafi teiknað hús Geirs Hallgrímssonar, sem er ekki rétt. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt teiknaði húsið, einn af okkar virtustu arkitektum.

   

  Sjáðu innlitið í heild sinni í hátíðarblaði Húsa og Híbýla.

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Myndir / Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is