• Orðrómur

Þar sem gamli og nýi tíminn mætast

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gamli og nýi tíminn mætast á einstakan hátt heima hjá Erlu Óskarsdóttur sem býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Val Jónssyni, og börnum þeirra tveimur, Kötlu Ingibjörgu og Jóni Óskari. Húsið er byggt árið 1956 og teiknað af Skúla Norðdahl arkitekt. Þau keyptu húsið árið 2011 og hafa síðan þá lagt áherslu á að halda í upprunalegan stíl samhliða því að gera heimilið að sínu.

Góður andi er í húsinu, það er hlýlegt og minnir á gamla tíma. „Húsið var byggt árið 1956 og fjölskyldan sem byggði það bjó hérna alveg þangað til við keyptum það
árið 2011,“ segir Erla.

„Þetta er draumahúsið mitt…“

- Auglýsing -

Hún segir stíl hússins höfða svo vel til sín að hún hafi ekki viljað breyta miklu. „Við tókum
teppið sem var á gólfinu og hluta af veggfóðrinu og máluðum. Annars höfum við haldið í nánast allt upprunalegt. Við héldum betrekkinu á sumum veggjum og við vorum meira að segja með gardínurnar uppi sem fylgdu með húsinu, alveg þar til núna í haust. Ég ákvað að hvíla þær aðeins,“ segir hún og hlær.

Erla heillaðist strax af húsinu þegar hún skoðaði það fyrir næstum tíu árum. „Þetta er draumahúsið mitt, hvað útlit og stíl varðar.“ segir hún.

Lestu viðtalið og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.

- Auglýsing -

Myndir / Hallur Karlsson

Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varðar efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -