2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þar sem listin er ómissandi hluti af heimilinu

  Falleg málverk, plaköt og ljósmyndir geta gert kraftaverk fyrir heimilið.

   

  Í gegnum tíðina hefur Hús og híbýli heimsótt fjöldann allan af fallegum heimilum þar sem myndlist skipar stóran sess. Hér koma nokkur slík heimili sem Hús og híbýli hefur heimsótt á þessu ári.

  Heimili þar sem myndlist og ljósmyndir setja punktinn yfir i-ið.

  Heima hjá Birtu Ísólfsdóttur. Málverkið er eftir Þórdísi Erlu Zoega. Mynd / Hallur Karlsson

  AUGLÝSING


  Ýmis plaköt og myndir lífga upp á heimili Sigrúnar Elfu. Mynd / Aldís Pálsdóttir

  Mynd eftir Sigríði Rún, úr seríunni líffærafræði leturs, og annað eftir Rán Flygenring prýða hillu í stofunni hjá Sigurborgu Selmu. Mynd / Aldís Pálsdóttir

  Ljósmyndir og málverk setja skemmtilegan svip á heimili Höllu Báru. Mynd / Aldís Pálsdóttir

  Skemmtilegur myndaveggur í stofunni heima hjá Sunnu Dögg. Myndin í miðjunni er eftir ömmu Sunnu. „Amma prjónaði myndina og spann í hana ullina, hún er gerð eftir ljósmynd sem hún klippti úr Mogganum árið 1956.“ Mynd / Aldís Pálsdóttir.

  Heimili Áslaugar Snorradóttur er ansi litríkt og skemmtilegt. Málverk prýða marga veggi heimilisins. Mynd / Aldís Pálsdóttir.

  Heima hjá Sunnu Dögg. Ljósmyndir og málverk upp um alla veggi.

  Leirverk og myndlist setja svip sinn á heimili Bjarna Viðars Sigurðssonar og Guðbrands Árna Ísberg. Mynd / Aldís Pálsdóttir

  Myndaveggurinn í stofunni hjá Írisi Töru er smart en myndunum hefur Íris sankað að sér í gegnum tíðina. Þær eru ýmist úr Góða hirðinum, Safnabúðinni eða af börnunum hennar í sínu náttúrulega umhverfi. Mynd / Heiðdís

  Heima hjá Kríu Benediktsdóttur. Veggplássið er nýtt vel undir myndir. Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

  „Við eyðum meiru í íslenska myndlist heldur en mublur og skreytum mest með plöntum, blómum og fallegum hlutum sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina,“ segir Hildur Yeoman. Mynd / Hákon Davíð

  Heima hjá Jónu Vestfjörð. Myndir eftir Matthías Jóhannesson og Karólínu Lárusdóttur hanga í stofunni. Mynd / Hákon Davíð

  Heima hjá Júlíu Runólfsdóttur. Ljósmyndin sem hangir yfir kollinum er eftir þýsku myndlistarkonuna Claudia Hausfeld. Mynd / Hákon Davíð

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is