The Retreat fær verðlaun National Geographic   |

The Retreat fær verðlaun National Geographic  

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

The Retreat fimm stjörnu hótel Bláa lónsins var valið besta hótel heims árið 2019 af lesendum National Geographic Traveller. Hótelið er það besta í flokki áfangastaða, það er hótel utan Bretlands, en í heimalandinu fær Titanic hótelið í Belfast verðlaunin. 

 

Viðskiptablaðið greindi frá. 

Hróður hótelsins hefur borist víða og hefur það hlotið á þriðja tug alþjóðlegra verðlauna frá opnun þess á páskadag í fyrra. Í sumar hlutu Basalt arkitektar þess meðal annars hin virtu Red dot hönnunarverðlaun. 

The Retreat
Mynd /vefsíða Bláa lónsins

Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt en þúsundir lesenda tímaritsins um allan heim kusu. Lesendurnir völdu meðal annars besta ferðamannastaðinn, bestu upplifunina og besta áfangastað fjölskyldunnar. 

National Geographic Traveller er eitt virtasta ferðatímarit heims, hefur það verið gefið út frá árinu og kemur í dag út í 20 löndum með milljonir lesenda. 

Lesa má um verðlaunin á vef National Geographic Traveller. 

Sjá einnig: Hlutu ein virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun heims

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira