Þetta er litur ágústmánaðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hús og híbýli velur Flóru sem lit ágústmánaðar.

 

Allt er vænt sem vel er grænt, segir í málshættinum góða og við höfðum hann einmitt að leiðarljósi þegar við völdum lit ágústmánaðar.

Flóra passar vel í svefnherbergið.

Grænir náttúrlegir tónar hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið enda passa þeir einkar vel með blómum og kaktusum en líka með ýmsum gerðum af við. Gull og kopar passa líka mjög vel með Flóru. Liturinn passar líka mjög vel með hvítum og svörtum en einnig tónar hann vel með ferskjulitum og litum út í bleikt.

Gaman er líka að leika sér með dekkri og ljósari græna tóna með þessum fallega lit. Þetta er litur fyrir þá sem vilja að umhverfið minni vel á náttúruna en þó á nútímalega og töff hátt.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndir / BYKO

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Blokkin sem skiptir litum“ fær viðurkenningu

Tvíhorf arkitektar ásamt ÁF-hús byggingarverktaka hlutu viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir hönnun og frágang fjölbýlishússins að...