Þrjár frægustu kristalsljósakrónur sögunnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristalsljósakrónur hafa prýtt mörg heimili í aldanna rás en þær mikilfenglegustu eru þó oftast í höllum, kastölum og stærri byggingum, eins og leikhúsum, þinghúsum og listasöfnum. Margar ljósakrónur eru hreint listaverk og sumar eru gríðarlega stórar og fallegar, svo fallegar að sá sem horfir getur beinlínis dáleiðst. Þessar þrjár eru með þeim frægari í heimi.

Kristalsljósakrónan í Speglasalnum í Versölum í Frakklandi, þykir ein sú formfegursta og mikilfenglegasta í heiminum. Þar fara saman falleg form og frönsk smekkvísi eins og best gerist. Hver vill ekki dansa undir svona ljósi?

Sú kristalsljósakróna sem talin er stærst í sögunni hangir í Dolmabanhe-höllinni í Istanbúl en hún er með 750 kristalsljósum og vegur 4,5 tonn. Ljósakrónan var gjöf frá Viktoríu Englandsdrottningu.

Þótt ljósakrónan sem hangir í Óperunni í París (Opéra de Garnier) sé kannski ekki með miklum kristal þykir hún einstaklega falleg og í takt við bygginguna sem var byggð á árunum 1861 til 1875 en bæði ljósið og byggingin voru hönnuð af arkitektinum Charles Garnier. Ljósakrónan er úr bronsi og kristal en hún er um sjö tonn að þyngd. Áhrifaríkt er að horfa á hana hanga niður úr miðju leikhúsloftinu sem er málað af listamanninum Chagall en verkið var mjög umdeilt á sínum enda ekki um hefðbundnar veggmyndir að ræða.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...