Tímalaus klassík sem enn er horft til

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ericofon síminn, sem búinn var til af sænska Ericsson símarisanum, þótti framúrstefnulegur og naut strax mikilla vinsælda, en hann var fyrsti síminn þar sem símaskífa, heyrnartól og hljóðnemi til að tala í voru í einu formfögru stykki.

Síminn þótti framúrstefnulegur og náði strax vinsældum.

Fyrirtækið L.M. Ericsson var stofnað í Stokkhólmi árið 1876 af Lars Magnus Ericsson en var í upphafi viðgerðarverkstæði fyrir skeytatæki. Fljótlega fór Ericsson þó að framleiða síma sem voru byggðir á hönnun Alexander Graham Bell en fóru svo fljótlega að hanna sína eigin síma sem þeir fluttu út til ýmissa landa í Evrópu og verksmiðjur spruttu upp hér og þar og meira að segja var ein slík starfrækt í Mexíkó.

Árið 1909 framleiddi Ericsson svokallaðan grindarsíma sem var nýjung en þeir nutu mikilla vinsælda. Árið 1930 vildi Ericsson-fyrirtækið uppfæra þennan síma og leitaði til listamannsins Jean Heiberg og verkfræðingsins Johan Christian Bjerkens til að hanna nýjan síma úr bakelite, eitt af elstu plastefnunum í heiminum en nafnið er dregið af uppfinningamanninum Baekeland.

Þessi hönnun veitti Henry Dreyfuss innblástur fyrir Bell 300 módelið sem flestir þekkja en það er hinn svarti plastsími.

.

Á milli 1940 og 1954 hönnuðu Hugo Blomberg, Ralph Lysell og Gösta Thames hinn formfagra Ericofon- síma. Síminn þótti framúrstefnulegur og nútímalegur en hann var fyrsti síminn þar sem símaskífa, heyrnartól og hljóðnemi til að tala í voru í einu formfögru stykki.

Ericofon þótti listaverkahönnun en honum var stundum líkt við slöngu. Síminn var mun léttari en fyrirrennarar hans en hann var gerður úr plasti, gúmmíi og nylon-efni og fékkst í mörgum fallegum litum. Skemmst er frá því að segja að síminn var einn vinsælasti sími í heiminum í yfir þrjá áratugi.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira