• Orðrómur

10 plöntur og blóm sem auðvelt er að eiga við

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Plöntur eru hvers manns prýði og gera þær mikið fyrir heimilið. Sívinsælar og sígrænar ef vel er hugsað um þær. Hér eru nokkrar plöntur sem krefjast lágmarks umönnunar fyrir þá sem telja sig ekki endilega hafa græna fingur.

 

Mynd / Úr safni

Burkni þarfnast ekki mikils viðhalds og þrífst vel í raka. Til eru nokkrar tegundir af burkna en græni litur hans er einkar frískandi og passar vel í flestöll rými heimilisins.

- Auglýsing -

Mynd / Úr safni

Köllubróðir eða „dieffenbachia“ er ein af þessum sterku, klassísku plöntum sem þurfa litla umönnun. Hún þolir flest birtuskilyrði en forðast skal að hafa hana í beinu sólarljósi. Það skal þó umgangast plöntuna með varúð því í blöðum hennar eru kalkoxalat-kristallar sem valda sviða, bruna og bólgum í munni og koki.

Mynd / Úr safni

- Auglýsing -

Friðarliljan er mörgum kunn. Henni líður best í hlýju umhverfi, hún er létt og fær á sig falleg hvít blóm. Sannkölluð heimilisprýði og hefur þann eiginleika að bæta loftgæði.

Mynd / Úr safni

Tannhvöss tengdamamma, eða indjánafjöður, er sterk og virðist ekkert bíta á hana. Hún þolir því flest birtu- og rakaskilyrði.

- Auglýsing -

Mynd / Úr safni

Mánagull er falleg hengiplanta með hjartalaga, mislit blöð. Hún er einstaklega sterkbyggð og kýs mikinn loftraka.

Mynd / Úr safni

Orkídea er alltaf jafn falleg. Hún þarf mikinn loftraka og geta blómin staðið í margar vikur og í sumum tilfellum allt upp í 4-6 mánuði. Hún leggst svo í dvala og getur blómstrað aftur og aftur ef vel er hugsað um hana. Orkídean kemur í nokkrum mismunandi litum og gleður svo sannarlega augað.

Mynd / Úr safni

Sómakólfur er sterk, sígræn og fjölær planta með þykkan og mikinn jarðstöngul sem getur orðið allt að 60 cm langur. Passa þarf að vökva hana ekki of ört en moldin þolir vel að þorna lítillega á milli. Falleg planta sem er einstaklega þægileg í umönnun og er tilvalin til þess að standa á gólfi.

Mynd / Úr safni

Aloe vera-plantan ætti að vera til á hverju heimili, hún er græðandi og hentar vel á brunasár. Aloe vera er þykkblöðungur og er auðveld umönnunar og þolir það að þorna aðeins inn á milli.

Mynd / Úr safni

Gúmmítré er sígræn planta sem getur orðið allt að þriggja metra há. Plantan þrífst best við stofuhita, á björtum stað þó bein sól henti henni ekki. Eins er hún talin afbragðs lofthreinsir.

Mynd / Úr safni

Fallegar greinar eða afskorin blóm í vasa eru alltaf góð hugmynd. Þar má til dæmis nefna rúskus-greinar sem geta staðið í allt að 3-4 mánuði. Einnig er lavender, eða lofnarblóm, talinn góður kostur og er fallegt að setja búnt í vasa en plantan er hefur almennt róandi og góð áhrif.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -