• Orðrómur

Tók út skæru litina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Agnes Ósk Snorradóttir er sannkallaður fagurkeri og áhrif umhverfisins á líðanina hafa verið henni hugleikin undanfarin ár.

Agnes hefur lagt mikla áherslu á að gera fallegt í kringum sig, ekki bara heima heldur einnig í vinnunni en hún starfar sem náms- og starfsráðgjafi í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur gert það í 20 ár. „Það er magnað að sjá hvað umhverfið hefur mikil áhrif á andlega líðan. Ég hef trú á því að hlýlegt og notalegt andrúmsloft bæti líðan og um leið auki einbeitingu og afköst.“

„Það er magnað að sjá hvað umhverfið hefur mikil áhrif á andlega líðan.“

Nýlega tók Agnes sig til og tók út flesta skæra liti af heimilinu. „Það truflaði mig að hafa sterka og skæra liti í kringum mig. Undanfarið hefur maður þurft að verja svo miklum tíma heima hjá sér og þá er gott að hafa notalegt í kringum sig. Ég vil ekkert áreiti og hef lagt áherslu á að skapa hlýlegt umhverfi þar sem auðvelt er að slaka á, þess vegna hef ég fært mig meira yfir í jarðliti og mildari tóna,“ segir Agnes sem notar gjarnan grænar plöntur til að fá lit inn á heimilið.

- Auglýsing -

Viðtalið við Agnesi og fleiri myndir af fallega heimilinu hennar á Selfossi má finna í nýjasta Hús og híbýli. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -