Tölvuleikurinn Tetris var innblásturinn

Ert þú mikill aðdáandi tölvuleiksins Tetris? Þá er þetta kannski sófinn fyrir þig.

 

Hönnuðir hjá brasilíska stúdíóinu Manga Arquiteture fengu innblástur frá tölvuleiknum fræga Tetris við gerð þessa skemmtilega sófa.

Leikinn, sem kom úr árið 1984, ættu flestir að kannast við en hann snýst um að raða ólíkum kubbum saman með það að markmiði að ná línum þvert yfir borðið.

Hugmyndin á bak við sófann var að skapa skemmtilegan sófa með afgerandi línum og litum sem minna á kubbana í Tetris.

AUGLÝSING


Innblásið af einum frægasta tölvuleik heims.

Sófinn samanstendur af stálgrind og nokkrum ferköntuðum sessum ásamt einni hringlóttri sessu. Sessunum má raða upp á ýmsa vegu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is