2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Trendin 2018

  Meðvituð kaup og aukin sjálfbærni í ár!

  Skápar og önnur húsgögn í sama lit og veggir heimilisins er skemmtilegt „trend“ sem heldur áfram að vera áberandi og gefur dýpt í rýmið.

  Það hefur sýnt sig að vitund fólks er orðin meiri þegar kemur að heimilinu. Það er í meira mæli orðið meðvitað um kaupin sín, umhverfisvitund er orðin meiri og fólk hugsar meira út í það að nýta það sem til er og margir lifa eftir hinum svokallaða mínimalíska lífsstíl. Við lifum í fjölbreyttum heimi þar sem mikill hraði og tækninýjungar eiga sér stað og margir straumar og stefnur eru í gangi, það er því nær óhjákvæmilegt að þetta sýni sig á einhvern hátt í hönnun. Á sama tíma tíma og þetta á sér stað sækjumst við í að tengjast náttúrunni á nýjan leik og koma aftur til baka til einfaldari lífshátta sem endurspeglast einnig í hönnun og stíl heimila okkar.

  Margt af því sem var vinsælt á árinu sem var að líða kemur til með að halda velli 2018. Við mótum okkar stíl út frá fjölbreyttu úrvali hluta og húsgagna sem virka fyrir hvern og einn. Fólk horfir í meira mæli á hlutina heildrænt og er sjálfbærara, við veljum það sem er endingargott og umhverfisvænt fram yfir annað. Margir kjósa að safna sér fyrir hlutunum, kaupa meiri gæði, tímalausa hönnun sem virkar jafnvel kynslóða á milli. Þetta höfum við líka verið að sjá í tískunni þar sem fólk kaupir sér færri flíkur en betri. Það má því segja að fólk sé almennt orðið meðvitaðra á flestum sviðum, fylgi eigin sannfæringu og tilfinningu – hvað virkar fyrir mig og fellur að mínum stíl?

  Meira um trendin 2018 í fyrsta tölublaði Húsa og híbýla ársins sem kemur út fimmtudaginn 11. janúar!

  AUGLÝSING


  Aðalmynd: Skraut, glamúr, löguleg húsgögn, kögur, velúr, rómantík – flókið og fágað, allt í bland! Það þarf ekki að vera dýrt. Snýst þetta ekki um að finna rétta jafnvægið?

  Texti / María Erla Kjartansdóttir

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is