2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Trendin 2020 – litir

  Ár hvert kynnir Pantone lit ársins og þetta árið varð klassískur blár fyrir valinu. Liturinn er djúpur og einkar glæsilegur en einfaldur í senn. Samkvæmt vefsíðu Pantone á liturinn að lýsa yfir sjálfstrausti, hann er merki um arfleifð en á sama tíma er hann nútímalegur og fellur vel að öðrum litatónum, efnum og áferð. Liturinn er sagður umvefja okkur og veita vernd og getur hann gjörbreytt hverju rými.

  Klassískur blár varð fyrir valinu hjá Pantone.

  AJ-lampinn frá Louis Poulsen í fagurbláum lit.

  Púði frá Block Shop Textiles.

  AUGLÝSING


  Náttúran í allri sinni dýrð heldur áfram að teygja anga sína inn á heimilið og er blái liturinn fyrir augum okkar dag hvern, litur sem við bregðumst við með sjónrænum hætti – tákn fyrir áræðni og tryggð.

  Blái liturinn mun koma til með að vera áberandi á árinu bæði í innanhússhönnun, fatnaði og farða en það hefur sýnt sig að sterk tenging er á milli tísku og innanhússhönnunar. Við teljum að þróun í innanhússhönnun árið 2020 muni snúast um vellíðan, þægindi og sjálfbærni.

  Jarðlitatónar á borð við grænan, gulbrúnan, brúnan, rústrauðan yfir í muskutóna verða áberandi.

  Náttúran er rauði þráðurinn í gegnum tísku-trendin í ár, líka þegar kemur að litum.  Jarðlitatónar á borð við grænan, gulbrúnan, brúnan, rústrauðan yfir í muskutóna verða einnig áberandi.

  Þessi litapalletta minnir okkur á veðurfarið og þróun litaumhverfis okkar hvort sem það er í innanhússhönnun, arkitektúr eða á tískupöllunum. Græna litinn má einnig draga fram á heimilinu í formi plantna sem ýta undir tengsl okkar við náttúruna og fríska upp á heimilið. Undanfarin ár hefur mikið verið rýnt í áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga sem reynt hefur verið að sporna við með aukinni áherslu á sjálfbærni. Naumhyggjan teygir anga sína inn á heimilin og sést hún í hönnun og byggingu mannvirkja almennt. Í dag snýst þetta í miklum mæli um að bera virðingu fyrir náttúrunni.

  Með þessu gefur þú heimilinu náttúrulegt útlit sem einnig má blanda saman við nýstárlegri efni og hluti.

  Liturinn Tranquil Dawn er heitur á árinu.

  Rúmföt frá Geysi Heima.

  Litir sem undirstöðuþættir náttúrunnar sjást í auknum mæli inni á heimilunum, hvort sem það er í formi málningar, málverka, vefnaðar eða veggfóðurs en jarðlitatónar eru meðal annars sagðir hámarka þægindi, kyrrð og ró.

  Muskutónar eru málið.

  Wishbone-stóllinn í rauðum lit, en rústrauður kemur til með að vera áberandi á árinu.

  Meira um trendin í fyrsta tölublaði Húsa og híbýla þetta árið.
  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is