• Orðrómur

Trendin fyrir 2021 skoðuð, spennandi innlit, viðtöl og fróðleikur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýjasta Hús og híbýli kemur í verslanir í dag. Þetta fyrsta tölublað ársins 2021 er einstaklega spennandi en í því förum við meðal annars yfir trendin sem eru framundan á nýju ári.

Sæbjörg Guðjónsdóttir er meðal þeirra sem spá í spilin um trend ársins 2021.

Í blaðinu finnur þú svo viðtöl við sérfræðinga á sviði hönnunar þar sem þau spá í spilin og gera upp árið 2020, meðal þeirra eru Rut Káradóttir og Sæbjörg Guðjónsdóttir.

- Auglýsing -

„80’s áhrifin koma sterk inn með mjúkum línum, þar sem málmi, gleri og marmara eða travertín-
efni er blandað saman. Beige-tónar og aðrir litatónar í þá áttina með gulum og rauðum undirtónum koma sterkir inn,“ segir Sæja meðal annars þegar hún er spurð út í hvernig árið 2021 líti út.

Í blaðinu eru svo einnig að finna innlit inn á nokkur glæsileg heimili.

Í risíbúð á Laugaveginum býr Anika Baldursdóttir ásamt dóttur sinni Dimmblá, fjögurra ára. Þetta einstaklega smekklega heimili prýðir forsíðu Húsa og híbýla að þessu sinni.

- Auglýsing -

Húsið var byggt árið 1908 og var upphaflega bárujárnsklætt timburhús en sá hluti er friðaður.  Húsið á sér skemmtilega sögu og hefur verið notað í ýmsum tilgangi; sem íbúðarhúsnæði, listagallerí og verslunarhúsnæði og var fyrsta Levi’s-verslunin á Íslandi staðsett í kjallaranum á sínum tíma.

Í reisulegu húsi við Flókagötu búa þau Rósa Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Sverrir Arnar Diego ásamt dótturinni Theu Rós Diego og heimilisketti. Við kíkjum í heimsókn til þeirra.

Heima hjá Rósu og Sverri. Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Eins heimsækjum við Sylvíu Briem Friðjónsdóttur og fjölskyldu. Þau búa í fallegri íbúð Í nýlegu húsi í Kópavogi. „Ég ólst upp við það á mínu æskuheimili að eldhúsið væri staður fjölskyldunnar og ég vildi skapa þannig andrúmsloft líka. Matur tengir alla saman á einhvern hátt og þess vegna finnst mér mikilvægt að það rými fái að njóta sín sérstaklega,” segir Sylvía.

Eldhúsið er miðpunkturinn heima hjá Sylvíu. Mynd / Hákom Davíð

Gamli og nýi tíminn mætast á einstakan hátt heima hjá Erlu Óskarsdóttur sem býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum og börnum. Húsið er byggt árið 1956 og teiknað af Skúla Norðdahl arkitekt. Þau keyptu húsið árið 2011 og hafa síðan þá lagt áherslu á að halda í upprunalegan stíl samhliða því að gera heimilið að sínu.

Mynd / Hallur Karlsson

Í blaðinu finnur þú einnig fyrir og eftir myndir af snoturri íbúð á Skaganum sem var gerð upp á skemmtilegan hátt. „Það má segja að ég hafi keypt milljón dollara útsýni
og fengið sæmilega íbúð í kaupbæti,“ segir eigandinn.

Við skoðum svo nokkur söfn sem eiga það sameiginlegt að vera í merkilegum byggingum, þar á meðal er Listasafn Íslands, Ásmundarsafn og Listasafn Einars Jónssonar.

Ásmundarsafn á sér merkilega sögu. Mynd / Hákon Davíð

Þetta og meira í þessu fyrsta tölublaði ársins 2021.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Stórfenglegt hús Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri

Það er glæsilegt heimili Önnu og Atla Örvarssonar á Akureyri sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa og...

Nýtt og glæsilegt Hús og híbýli er komið út – Geggjaðar hugmyndir fyrir svefn- og barnaherbergi

Þriðja tölublað Húsa og híbýla er einstaklega fjölbreytt og fallegt að vanda. Forsíðumyndin er úr ákaflega töff...

Gerði Sigvaldahús að sínu – „Ég elska hús frá þessum tíma“

Nýverið fórum við í heimsókn í fallegt Sigvaldahús í Hvassaleitinu. Þar býr Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður ásamt...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -