2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Túlípanastóllinn er formfagur og þægilegur – Vildi gera stól sem væri í einum hluta

  Túlípanastólinn þekkja velflestir enda telst hann hönnunarklassík í dag. Það var finnski arkitektinn Eero Saarinen sem hannaði stólinn. Eero fæddist árið 1910 en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna árið 1923. Hann nam höggmyndalist í París á árunum 1929 og 1930 en fór síðan í Yale-háskólann í Bandaríkjunum og lærði arkitektúr. Hann starfaði með Charles Eames að hönnun ýmissa húsgagna sem hlutu góðar viðtökur og fengu fjölda verðlauna.

  Í framhaldinu fór Eero að vinna fyrir Knoll Associates húsgagnaframleiðanda og þar hannaði hann Túlípanastólinn fræga.

  Eero hannaði stólinn á árunum 1955 og 1956 en hann vildi gera stól sem væri í einum hluta og sagði að fjórir fætur undir bæði borðum og stólum væru ljótir og flækjandi. Hann hafði því ávalar, einfaldar og nútímalegar línur að leiðarljósi við hönnunina og vildi útrýma „the slum of legs“ eins og hann orðaði það sjálfur. Hann fékk innblástur frá túlípana en oft er stólnum líkt við vínglas enda formið nokkuð líkt.

  Túlípanastólinn er algjör hönnunarklassík.

  AUGLÝSING


  Eðli málsins samkvæmt notaði hann efnið sem var í tísku á þessum tíma, plastið. Stóllinn er afar formfagur með einum fæti sem gerir það að verkum að hægt er að snúa sér á honum.

  Túlípanastóllinn er enn framleiddur og hann er bæði til með örmum og án. Hann er úr hvítu plasti en hægt er að velja mismunandi útgáfur af sessum.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is