• Orðrómur

Úr kertastubbum og gömlum innréttingum – Töfra fram fallega hönnun úr rusli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Breska merkið GoodWaste hefur kynnt nýjar og áhugaverðar vörur til leiks, þær verða seldar verða í verslun Selfridges í London í tengslum við verkefnið Bright New Things þar sem sjálfbærri og umhverfisvænni hönnun er gert hátt undir höfði.

Um kerti og lampa er að ræða og bætast þær vörur við vörulínu GoodWaste sem hefur að geyma spegla og blómavasa svo dæmi séu nefnd.

Hráefnið sem hönnuðir GoodWaste nota er allt endurunnið efni sem annars myndi fara á haugana, til dæmis brot af marmara og steypu og bútar af málmi sem verður afgans á byggingasvæðum og í verksmiðjum. Nýju lamparnir frá GoodWaste eru þá búnir til út stálplötum sem voru eitt sinn hluti af innréttingu í Selfridges-verslun.

- Auglýsing -

Kertin frá GoodWaste eru svo búin til úr kertastubbum sem safnast upp á veitingastöðum og krám í London.

Hönnuðirnir á bak við GoodWaste segja þetta vera afar dýrmætan efnivið sem undir venjulegum kringumstæðum myndi enda á ruslahaugunum.

Það eru bresku vöruhönnuðirnir Ambra Dentella, Ewan Alston and Rafael Muldal el Baz sem er fólkið á bak við GoodWaste. Alston segir ýmsar hindranir verða á vegi vöruhönnuða sem kjósa að nota endurunnið efni í hönnun sína, það sé til að mynda erfitt að finna framleiðendur sem eru tilbúnir að vinna að slíkum verkefnum. Þá sé líka krefjandi að vinna í kringum ófullkomleikann sem einkennir oft gamalt og notað hráefni, en að það sé líka frábær áskorun sem hönnuðir læra mikið af.

- Auglýsing -

Hægt er að fylgjast með GoodWaste á Instagram.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Selur gömul IKEA húsgögn sem vekja upp nostalgíu

Listamaðurinn og safnarinn Harry Stayt er mikill aðdáandi sænsku keðjunnar IKEA. Hann hefur undanfarin fimm ár sankað að sér gömlum húsgögnum frá IKEA sem...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -