Útsaumsvinnustofa William Morris

Deila

- Auglýsing -

William Morris var breskur listamaður, rithöfundur, hugsuður og samfélagsrýnir sem hafði mikil áhrif á samtíma sinn. Hann var afbragðs handverksmaður og sóttist eftir því að læra að sauma og vefa. Morris bar mikla virðingu fyrir handverki og þótti mikilvægt að það væri öllum aðgengilegt.

 

Nú býðst fólki að koma á Kjarvalsstaði og sauma út fallegt mynstur eftir Morris í samstarfi við Ömmu mús – handavinnuhús en sýning á verkum hönnuðarins, Alræði fegurðar! hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum síðan 30. júní og stendur til 6. október nk.

William Morris (1834-1896)

Safnið býður upp á opna vinnustofu í útsaumi fjóra sunnudaga í september og kostar skiptir 1.000 kr. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga og skrá sig inni á heimasíðu Listasafnis.

Sýningin Alræði fegurðar! stendur til 6. október.

Þess má geta að handhafar menningar- og árskorts fá 10% afslátt af þátttökugjaldi og útsaumssettum í safnbúðinni.

Sjá einnig: Fjölbreytt ævistarf William Morris kannað

- Advertisement -

Athugasemdir