2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  VIGT hlýtur hönnunarverðlaun fyrir Allavega

  Hönnunarfyrirtækið VIGT í Grindavík er sigurvegari Distributed Design verðlaunanna á Íslandi 2019 fyrir húsgagnalínu sína, Allavega.

   

  Það er Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem veitti verðlaunin í síðustu viku.

  VIGT er samstarf Huldu Halldórsdóttur, og þriggja dætra hennar, Guðfinnu, Hrefnu og Örnu Magnúsdætra, en þær hafa hannað og framleitt vörur á Íslandi síðan 2013. Áherslan er á einfaldleika, gæði og réttsýni.

  Húsgagnalínan Allavega byrjaði sem innblástur af kirkjubekk sem var smíðaður af Guðmundi afa systranna sem síðar þróaðist í heila línu húsgagna.

  AUGLÝSING


  ,,Fyrir mörgum árum síðan smíðaði afi bekki fyrir gömlu Grindavíkurkirkju. Á bekkjunum hvíldu líkkistur á meðan á útför stóð. Haustið 1982 var gamla kirkjan afhelguð við messu og afi tók annan bekkinn með sér heim. Bekkurinn hefur gengt allavega hlutverkum síðan. Nú hefur bekkurinn fengið arftaka, hann var innblásturinn við gerð húsgagnanna.”

  Áhuginn á sköpun alltaf verið til staðar

  Segja þær áhugann á sköpun og fallegum hlutum sennilega hafa alltaf verið til staðar hjá þeim, en þær hafa lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindin.

  Megnið af vörunum eru framleiddar á verkstæði mæðgnanna í Grindinni í Grindavík, en vinnustofa og verslun er í gamla Hafnarvigtarhúsinu. Húsið hefur sérstaka merkingu í þeirra huga, en afi/tengdapabbi þeirra byggði húsið á sínum tíma.

  „Hágæða vörur geta verið framleiddar í litlu sjávarþorpi á Íslandi“

  Í umsögn um VIGT segir á Facebook-síðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands:

  VIGT leggur með vörum sínum áherslu á einfaldleika, gæði og réttsýni og geta verið framleiddar hvar sem er í heiminum úr staðbundnum efnivið.
  Verkefnið sýnir fram á að hágæða vörur geta verið framleiddar og seldar úr gamalli hafnarvigt í litlu sjávarþorpi á Íslandi jafnt sem og annar staðar. VIGT leggur áherslu á umhverfisvæna og mannúðlega framleiðsluhætti og að vanda valið vel á samstarfsaðilum á Íslandi sem og erlendis.

  VIGT hefur kjark til að framleiða vörur sínar fyrir íslenskan markað á Íslandi. VIGT sýnir fram á að vandaðar staðbundnar vörur geta verið seldar á sanngjörnu verði fyrir alla aðila.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is