2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Viktor Weisshappel valinn bjartasta von Evrópu á ADC*E

  Um helgina voru úrslit Art Directors Club of Europe (ADC*E) hönnunarkeppninnar kynnt. Félag íslenskra teiknara (FÍT) er aðili að ADC*E og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

  „Verðlaunin endurspegla allt það besta í grafískri hönnun á hverjum tíma en verðlaunaverk hvers lands eru send í keppnina sem eru svo dæmd af 60 fagaðilum alls staðar að úr Evrópu,“ segir í tilkynningu frá FÍT.

  Grafíski hönnuðurinn Viktor Weisshappel var valinn bjartasta von Evrópu (e. Young Creative European of the year) á ADC*E fyrir hönnuna sem hann vann fyrir forvarnarverkefnið Útmeða á vegum Rauða kross Íslands og Geðhjálpar. Mark­miðið Útmeða var að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálp­ar hjá fag­fólki ef á þarf að halda.

  Viktor hannaði alls 11 útgáfur af bótum fyrir Útmeða. Sjá nánar á vef Viktors. 

  AUGLÝSING


  Verkefnið Útmeða fékk einnig silfur í flokknum Graphic Design undir Graphic Communication.

  Sjá einnig: Íslendingar með þrjá dómnefndarfulltrúa á Art Directors Club Europe

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is